Um Fagfrí

Landssamtök um fagþróun frístundaheimila, Fagfrí, var formlega sett á laggirnar í janúar 2025. Tilurð samtakanna má rekja langt aftur en kraftur færðist í verkefni á tómstundadeginum árið 2023 þegar ákveðið var að setja af stað samráðshóp um fagþróun frístundaheimila á Íslandi. Sá hópur stóð fyrir ráðstefnunni “Hver er þörfin?” og haldin var í Bungubrekku í Hveragerði í febrúar árið 2024. Skilaboðin á þeirri ráðstefnu voru nokkuð skýr, að þörf væri á hagsmunagæslu fyrir frístundaheimili í landinu, auknu samtali um fagstarf frístundaheimila og samstarf og samráð milli frístundaheimila þvert á landið. Það er því yfirlýst markmið stamtakanna að standa vörð um og styrkja fagstarf frístundaheimila um land allt með því að stuðla að betra tengslaneti meðal fagfólks á vettvangi frístundaheimila og styðja við faglegt samtal um frístundastarf fyrir 6-9 ára börn.

Stofnfundur samtakanna var haldinn 16. janúar 2025 í frístundaheimilinu Töfraseli í Reykjavík. Hann sóttu rúmlega 50 mans ásamt nokkrum í gegnum fjarfundarbúnað. Gestir komu frá öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins ásamt nokkrum nágrannasveitarfélögum.

Hægt er að hafa samband við stjórn Fagfrí á netfanginu fagfri@fristundaheimili.is 

Framtíðarsýn Fagfrí

Eftir ráðstefnuna “Hver er þörfin” sem haldin var í frístundaheimilinu Bungubrekka var myndaður starfshópur til þess að draga saman helstu áherslur, óskir og hugmndir ráðstefnugesta. Niðurstaða þeirrar vinnu má sjá hér til hliðar og kjósum við að líta á hana sem framtíðarsýn Fagfrí. Flokkarnir sýna fram á fjölbreyttar þarfir vettvangs og þra fyrir neðan hvernig landssamtök frístundaheimila getur unnið að því að mæta þeim þörfum. 

Scroll to Top