Landssamtök um fagþróun frístundaheimila á Íslandi

Fagfrí er landssamtök frístundaheimila á Íslandi. Samtökin vinna að faglegri þróun, hagsmunagæslu og tengslamyndun frístundaheimila um allt land. Markmiðið er að styrkja fagstarf og stöðu frístundastarfs í samfélaginu. 

 

 

Viðburðir Fagfrí

Fagfrí stendur fyrir fjarfundarröð fyrir forstöðufólk frístundaheimila um gæðaviðmið frístundaheimila. Fundirnir eru 8. október, 5. nóvember, 4. febrúar, 4. mars og 15. apríl milli 11:00-12:00. Á fundum er kveikja og umræður um gæðaviðmiðin í framkvæmd á vettvangi. 

Fagfrí stóð fyrir fjarfundi fyrir stjórnendur og leiðtoga innan sveitarfélaga um lagaumhverfi frístundaheimila sumarið 2025. Fundurinn var vel sóttur og sköpuðust góðar umræður um kosti og galla núverandi lagaumhverfi frístundaheimila. 

Scroll to Top